Description
Mótaðu veröldina þína
Sem starfsmaður Alcoa verður þú mikilvægur hluti af tilgangi fyrirtækisins: að nýta tækifærin til að ná árangri. Í okkar augum er sérhver starfsmaður Alcoa teymismaður, hugmyndaskapari og heimsmótandi.
Framleiðslutæknir í kerræsingateymi
Kerskálaþjónustan leitar að öflugum og áhugasömum einstakling í kerræsingateymið. Að jafnaði er unnið í dagvinnu en vinnutími þarf að vera sveigjanlegur í kring um kerræsingar.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Undirbúningur kerræsinga, þar á meðal forhitun, mælingar og raflausnarframleiðsla
- Kerræsingar og eftirfylgni þangað til að rafgreiningarker hafa náð stöðugleika
- Þjálfun vakta í tengslum við kerræsingar og eftirfylgni
- Tryggja „bestu vinnubrögð“ í kerræsingum
- Stuðla að umbótum í kerræsingum
- Ýmis föst verkefni milli kerræsinga
- Tilfallandi verkefni svo sem stuðningur við framleiðslu
Hæfnikröfur og menntun
- Stóriðjuskóli er kostur
- Sterk öryggisvitund og vönduð vinnubrögð
- Samskiptahæfni og jákvætt viðmót
- Umbótavilji og útsjónarsemi
- Góður skilningur á rafgreiningu
- Þriggja ára starfsreynsla í kerskála
Alcoa Fjarðaál er stór og lifandi vinnustaður sem aldrei sefur. Saman sköpum við útflutningsverðmæti á öruggan og ábyrgan hátt, allan sólarhringinn, alla daga ársins. Alcoa Fjarðaál býður samkeppnishæf laun og minni vinnuskyldu en almennt þekkist og er aðbúnaður starfsmanna til fyrirmyndar. Öryggi og heilbrigði eru ávallt forgangsmál á vinnustaðnum og tækifæri til þjálfunar, menntunar og starfsþróunar eru mikil.
Gildi Alcoa eru heilindi, árangur, umhyggja og hugrekki.
Í samræmi við jafnréttisstefnu Alcoa Fjarðaáls og lög nr. 150/2020 eru einstaklingar af öllum kynjum hvattir til að sækja um.
Frekari upplýsingar um starfið veitir Hörður Kristjánsson, leiðtogi kerræsingateymis, í tölvupósti Hoerdur.Kristjansson@alcoa.com
Hægt er að sækja um starfið á Alcoa.is
Umsóknarfrestur er til og með sunnudeginum, 16. febrúar
Production Technician in the Pot Startup Team
Potroom Services is looking for a strong and enthusiastic individual to join the pot startup team. The job is typically from 8 AM to 4 PM, but working hours must be flexible around pot startups.
Main Tasks and Responsibilities
- Preparation for pot startups, including preheating, measurements, and electrolyte production
- Pot startups and follow-up until the electrolysis cells have stabilized
- Training shifts related to pot startups and follow-up
- Ensuring "best practices" in pot startups
- Promoting improvements in pot startups
- Various fixed tasks between pot startups
- Ad hoc tasks such as production support
Qualifications and Education
- Industrial school is an advantage
- Strong safety awareness and meticulous work habits
- Communication skills and a positive attitude
- Willingness to improve and resourcefulness
- Good understanding of electrolysis
- Three years of experience in a potroom
Alcoa Fjarðaál is a large and lively workplace that never sleeps. Together, we create export value safely and responsibly, 24 hours a day, every day of the year. Alcoa Fjarðaál offers competitive wages and less duty than is generally known, and the staff's facilities are exemplary. Safety and health are always a priority in the workplace, and opportunities for training, education, and professional development are plentiful.
Alcoa's values are Integrity, Excellence, Care, and Courage.
Following Alcoa Fjarðaál´s Equal Employment Opportunity Policy and the Icelandic Gender Equality Act No. 150/2020, individuals of all genders are encouraged to apply.
For more information, please contact Hörður Kristjánsson, by email at Hoerdur.Kristjansson@alcoa.com
You can apply for the job at Alcoa.is
The application deadline is up to and including Sunday, February 16th
Um starfsstöðina
Álver Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði er eitt nútímalegasta og tæknivæddasta álver í heimi, og það er til fyrirmyndar hvað varðar umhverfisvernd. Álver Fjarðaáls er það stærsta á Íslandi með framleiðslugetu allt að 360.000 tonn af áli á ári. Starfsmenn okkar vinna saman að því að skapa heilbrigða vinnustaðamenningu og fjölskylduvænt vinnuumhverfi með áherslu á náið samstarf við nærsamfélagið og hagsmunaaðila.
Við erum gildisdrifin, knúin framtíðarsýn og sameinuð af tilgangi okkar að að nýta tækifærin til að ná árangri. Skuldbindingar okkar varðandi þátttöku, fjölbreytni og jöfnuð fela í sér að bjóða upp á trausta vinnustaði þar sem öryggi og virðing eru í heiðri höfð og allir einstaklingar eru án aðgreiningar, lausir við mismunun, einelti og áreitni og að vinnustaðir okkar endurspegli fjölbreytileika samfélaganna sem við störfum í.
Þetta er staður þar sem þú hefur vald til að gera þitt besta, vera þú sjálf/ur sjálf og upplifa sanna tilfinningu fyrir því að tilheyra. Slástu í hópinn og mótaðu starfsferil þinn með okkur!
Vinnan þín. Veröldin þín. Mótaðu þau til betri vegar.
Apply on company website